Leitað að vitleysingum ???

Hvernig ætli það sé með þessa svokölluðu sportveiðimenn ...  Ætli það sé þannig að það sé hluti af sportinu að tínast einhverstaðar í óbyggðum?  Það er allavega þannig að þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst þá bíð ég ávallt spenntur til að sjá hversu langur tími líður áður en björgunarsveitin er kölluð út til að "bjarga" einhverjum misgáfulegum skyttum.

Er ekki hægt að skylda þessa menn til að hafa í farteskinu eitt stykki gps eða svo fyrst þeir eru svona óratvísir ???

Veit vel að langstæðsti hluti veiðimanna kunna að haga sér í óbyggðum og vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki að tala um þá.  En það er í þessum hóp sem öðrum að það eru alltaf einhverjir kolsvartir álfar sem láta alla líta illa út.

Ef ég mætti ráða þá væri það þannig ef að björgunarsveitinn mætir á svæðið og þú ert svo vitlaus að hafa ekki vit á því að hafa gps (sem kostar nú ekki þannig peninginn miðað við allt hitt sem þeir eru að burðast með) þá er það bara milljón kall í sekt fyrir að ónáða sjálfboðaliðana að óþörfu !!!

En kannski sem betur fer fyrir þá, þá ræð ég víst voða litlu um það og veit reyndar að björgunarsveitirnar myndu aldrei krefjast launa fyrir störf sín.  Þannig að þá er það bara spurningin hvort einhver þeirra sem hefur verið "bjargað" hafi haft vit og rænu til að borga þeim fyrir að fyrra bragði.  Og þá er ég ekki að tala um hið ótrúlega "góðverk" að kaupa 2 rakettur um áramótin heldur að borga í raun og veru einhvern pening til að ná þó ekki nema eitthvað upp í kosnað sveitarinnar.

Maður spyr sig ...  og aðra ...

 


mbl.is Leitað að rjúpnaskyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Það var nú ekki leitað mikið í gær heldur voru tveir slasaðir sóttir. Þar sem barn hrapaði í gær og liggur á sjúkrahúsi þá kann ég illa við að það sé verið að nefna menn vitleysinga, þótt þeir labbi til fjalla. Það geta allir lent í því að slasast.

ÞJÓÐARSÁLIN, 2.11.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Semsagt útaf einum eða tveimur setur þú alla undir sama hatt?

útfrá sömu forsendum gæti ég sagt: ég þekkti einu sinni einhver man sem hét Valur. Hann var hálfviti. af því leiðir að allir sem bera það nafn eru hálfvitar. 

nei bara að benda á þá rökleysu sem þú kemur með. 

Fannar frá Rifi, 2.11.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Þorlákur.

Ég hélt í minni einfeldni að ég hefði verið að tala um einstaklinga sem villtust, ekki fólk sem slasast. Auðvitað geta allir slasast og í þeim tilfellum er ótrúlega svalt að það séu til menn sem eru tilbúnir að hjálpa. Og það er algerlega skýrt í mínum huga að það er STÓR munur á að hjálpa fólki í neyð og að "hjálpa" fólki sem treystir á að það verði sótt ef það ratar ekki til baka til síns heima.

Fannar.

Bara ef það væru 1 eða 2 ... Bara 1 ennþá á þessu tímabili, en ég geri ráð fyrir að það verði fleiri.

Ætla hér að endurtaka eina málsgrein úr þessum pistli ef þú skyldir ekki hafa lesið bloggið mitt heldur bara fyrirsögnina.

"Veit vel að langstæðsti hluti veiðimanna kunna að haga sér í óbyggðum og vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki að tala um þá. En það er í þessum hóp sem öðrum að það eru alltaf einhverjir kolsvartir álfar sem láta alla líta illa út."

Að öðru leiti tel ég athugasemd þína ekki vera sérstaklega gáfulega.

Valur Hafsteinsson, 2.11.2008 kl. 22:42

4 identicon

well my love .... það er víða erfitt fólk á sveimi hér í landi voru !!!

ég heirði í fréttum í hádeginu að sveitir hafi verið kallaðar út til að leita af enn einni skyttunni .... lol ;)

Hulda Elias (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:06

5 identicon

Já svona er þetta gamli minn.  Það er misjafn svartur sauðurinn í hjörðinni.

Og það er einmitt þeir sótsvörtu sem þvælast uppá heiðar og láta týna sér.
Svo mundi maður nú frekar treysta á gamla góða áttavitann (frekar enn háfvitann) hann klikkar aldrei .

Kveðja að norðan

Jón Ingi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband