Færsluflokkur: Dægurmál

Jamm og jæja

 

Þá er þetta helvíti búið ...  Er þá ekki hægt að snúa sér að einhverju gáfulegu ...  eins og að éta mold kannski.  

Ætli það hafi einhverntíman verið reiknað út af einhverju fræðikarli í hinni stóru Reykjavík hvað íslenzku álverin séu búin að "spara" mörg tonn af meintum gróðurhúsalofttegundum miðað við að smíða álið í kolakyntum fabrikkum út í hinum stóra heimi ?

 Gott og vel með að venda landið.  Í prinsippinu er það auðvitað hið besta mál og mikið meira en það.  En það eru alltaf í þessu þjóðfélagi öfgar í allar áttir og öfgar eru aldrei nytsamlegar í neitt nema þá kannski hræðsluáróður, hversu nytsamlegt og gáfulegt það nú er.  Það þarf að finna einhver svæði sem má nýta til orkuöflunar.  Það má vel vera að kalda vatnið (lesist vatnfallsvirkjanir) sé að verða búið en þá verður bara að fara yfir í heita vatnið nú eða salta vatnið.  Myndi setja vindaflið ef ég vissi um eitthvað nógu mikið rokrassgat.

En ...  Hættum að ofvendra allt og alla og gerum einhverja vitræna áætlun hvað má og hvað má ekki. 

Hættum svo að fylla alla fréttatíma af krepputali og tölum frekar um fjáraustur í bjarnaveiðum ríku mannanna og gaul í tónlistarmönnum sem gefa ekkert frá sér (Bíddu var kannski búið að því ?)...  og eru meira að segja orðnir "vinir" sameinuðu þjóðanna ...  Ég segji nú bara vá!!!  Hvað er að?

 Kveðja af hafinu stóra, Valur

 

 


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærðu íslenzku drengur !!

Góðan dagin björn gerðu þjóðini greiða og skjótu þig svo við hin getum lifað lifinu þu ert ein stæðst hálfiti Islands “

 

21 orð  ...10 stafsetningarvillur.   Þetta hlýtur að vera nýtt norðurlandamet Gasp  En að öllu gríni slepptu þá þykir mér þetta vera alveg hreint ótrúlega ómerkilegt.  Björn er fínasti pólitíkus og ég held hreinlega að ég hafi ekki neitt út á hann að setja.  En þó má ekki túlka þetta þannig að ég sé álvallt sammála Birni ...  Því það er svo langt frá því að vera satt.  

Það eitt að einhver hafi ekki sömu skoðanir en þú gerir hann ekki að hálvita eða asna.  Það eina sem það gerir er að hann hefur aðrar skoðanir.  

Lokaniðurstaða:  Góðan dagin arnor gerðu þjoðini greiða og lærðu að stavsetja rett svo við hin getum lifað lifinu.  

 Fleira er ekki í fréttum

 


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spámaðurinn Alonso

Ég held að það sé eitt atriði í þessari frétt sem mér fannst ákaflega skrítið.  Hvernig í Allah bænum ætlar félaginn síkáti sem hingað til hefur verið þekktur fyrir allt annað en að berjast til sigurs að óska þess að hann verði í stöðu til að gera keppnina skemmtilega?  Hef ekki tölu á því hvað hann vann marga sigra þegar hann var á skítsæmilegum bílum vegna þess að andstæðingar hans gerðu mistök en ekki út af því að hann væri svona frábær.

En ef að félaginn síkáti er tregur mjög að gefa það út að Clio dósin sé betri núna en í síðustu mótum og hann reynir frekar að draga sem mest úr því, segir það bara ekki að bíllinn er ekkert spes ?  Í það minnsta kemur mér það spánsk fyrir sjónir að félaginn síkáti sé með einhvern sálfræðihernað miðað við getu mannsins.  Það væri frekar að Big Mexican Woman (skammstafað BMW) hefði efni á svona sálfræði.  Mér getur auðvitað skjátlast og það væri svosem ekkert í fyrsta sinn en eitthvað segir mér að það sé ólíklegt.  En við sjáum hvað setur.

 Fleira er ekki í fréttum.

 


mbl.is Alonso forðast spádóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi vinnuveitendur

"Sama hvað á gengur þá eru  nokkur lið, Williams, Toyota, BMW og vitaskuld Ferrari, alltaf við toppinn."

 Ætli félaginn síkáti sé búinn að gleyma hvar hann var að vinna  ...  eða kannski réttara sagt var í vinnu á síðasta ári ?   Tja maður spyr sig ...  Einhvernvegin þá segir mitt stundum svikula minni að EmmSéLaren hafi nú verið við toppinn undanfarið þótt það sé heldur langt um liðið frá því að þeir hafi sigrað í heildina.  En skemmtu þér nú vel á þínum Renault Clio Alonso minn.

 Fleira er ekki í fréttum.

 


mbl.is Montezemolo: Ferrari hefur ekki áhuga á að ráða Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bökum brauð til að mótmæla hveitiverði

Umhverfisssinnar mótmæla álverum með því að vefja álpappír utanum styttur

Atvinnubílstjórar mótmæla eldsneytisverði með því að eyða (óþarfa??) eldsneyti í að aka á staði sem þeir hefðu ekki farið á annars.

Bakarar mótmæla hækkandi hveitiverði með því að baka fleiri brauð.

Landinn drekkur meira whishey til að mótmæla hækkandi byggverði

 

 

Þar sem "allir" virðast núna vera allsvakalega uppteknir af mótmælum út af hækkandi eldsneytisverði þá datt mér það í hug að fara aðeins á stúfana og kanna eldsneytisverð í nokkrum löndum.  Svosem verið gert áður þannig að ég er ekkert að finna upp hjólið hérna.  Þær síður sem ég notaði við leitina eru hérna fyrir neðan og svo kemur einhverskonar niðurstaða þar fyrir neðan.

 

 

Eldsneytisverð í Noregi: http://www.dinside.no/php/oko/bensin/vis_prisliste.php

Eldsneytisverð í Danmörku: http://www.fdmbenzinpriser.dk/

Eldsneytisverð í Svíþjóð: http://www.bensinpriser.se/default.asp

Eldsneytisverð í Bretlandi: http://www.petrolprices.com/

Gengisskráning Seðlabanka Íslands:  http://sedlabanki.is/?PageID=7

Atlantsolía:  http://atlantsolia.is

Egó: http://ego.is

ÓB: http://www.ob.is/eldsneytisverd/

 

 

Það eru ýmis verð í gangi í þessum löndum og því tók ég bara lægstu og hæðstu verð sem ég fann á þessum síðum og þá er útkoman einhvernvegin svona

 

Bensín 95 oktana

 

Ísland: 143,9 - 145,9

Noregur: 155,78 - 191.93

Danmörk: 162,78 - 165,25

Svíþjóð: 144,63 - 145,99 

Bretland 149,49 - 171,06

 

Diesel

 

Ísland:  153,0 - 157,0

Noregur: 155,78 - 194,69

Danmörk: 157,05 - 161,38

Svíþjóð: 121,94 - 138,63

Bretland: 160,99 - 184,01

 

 

Eins og sést hérna þá erum við bara alls ekkert í neitt slæmum málum miðað við úrtakslöndin.  Auðvitað gæti ég komið með tölur frá öðrum löndum eins og Grikklandi þar sem verðlag á svo til öllu held ég er lægra en alls staðar annarstaðar.  En ég held að það hefði bara gefið óraunhæfar niðurstöður.

Því áhvað ég það bara að þetta væru nokkuð samanburðarhæf lönd og lét þar við sitja.

Nú, eins og ég sagði þá komum við ekkert illa út úr þessu.  Eina talan sem sker sig eitthvað úr að ráði er dieselverð í Svíþjóð.  Grunar að það sé eitthvað með skattamál að gera en get þó ekki fullyrt neitt um það.

 

En auðvitað er það allt satt og rétt sem heyrst hefur í þjóðfélaginu að eldsneytisverð hefur hækkað allsvakalega undarfarið.  En er það eitthvað sem ríkisstjórn Íslands á að skipta sér að ?  Á ríkið að niðurgreiða eldsneyti svo landinn geti keyrt meira ?  Á ríkið að niðurgreiða hveiti og hrísgrjón þegar þær hækkanir fara að hafa áhrif hérna á skerinu  (Ef það er þá ekki byrjað)? Á ríkið að niðurgreiða veiðileyfi í laxveiðiár svo ég og aðrir í hópi sauðsvarta "pöpulins" tími að flengja sprænur með flugu?  Hvað með ef að byggverð hækkar ...  Á ríkið að niðurgreiða bjór og Whiskey svo ég geti drukkið meira ?

Á ríkið að byggja fleiri golfvelli í nágrenni stórhafnarfjarðarsvæðisins til að minnka biðlistana í golffélögin ?

 

Hvar liggja mörkin á milli skynsamlegra og óskynsamlegra mótmæla?

 

Hér kemur mín túlkun á þessu öllu saman.

Verktaki sendir inn tilboð um að gera eitthvað verk fyrir milljón kall.  Væntanlega hefur hann við tilboðið gert ráð fyrir eldsneytiskosnaði, launagreiðslum, eðlilegu viðhaldi á tólum og tækjum og svo allavega gjöldum sem falla til við svona aðgerð.  Gefum okkur að verktakinn hafi áætlað sem svo að heildargróðinn úr þessu verki sé 1oo.ooo kall.  Núna hækkar innkaupsverðið á dieselolíu hjá Esso um x margar krónur.  Ofan á það bætist svo X margar krónur í vask.  (Þungaskatturinn og olíugjaldið er að mig minnir föst krónutala).

Núna gefur það auga leið að hagnaðurinn af verkinu minnkar.  Og þar sem upphaflega var samið um fasta krónutölu í verkið þá er væntanlega ekkert við því að gera og verktakinn verður einfaldlega að bíta í það súra.  Þarna eru mótmæli mjög skiljanleg og það má vel færa rök fyrir því að þau séu skynsamleg.

 

Svo er kannski einhver sem vinnur hjá þessum verktaka.  Hann hefur dágóða  bíladellu og þegar gengið var hagstætt þá keypti hann sér nýjan Cruiser og lét breyta honum fyrir segjum 1.5oo.ooo svo hann gæti spænt upp á jökla.  Svo hækkar gengið þannig að í stað þess að borga 9o.ooo af bílaláninu þá þarf hann núna að borga 12o.ooo.  Svo bætist auðvitað hækkandi eldsneytisverð við þannig að staðan er þannig að Cruiserinn stendur bara heima í hlaði og umráðamaðurinn hefur ekki efni á því að fara á fjöll.  (Nota hér umráðamaður þar sem bankinn er hinn raunverulegi eigandi).  Mótmæli í þessu tilfelli eru alls ekki skynsamleg.  Ég tel einnig að þau séu ekki skiljanleg.

 

Auðvitað bölva allir í hljóði yfir hækkandi eldsneytisverði.  Ég játa það hiklaust að ég geri það.  En það er greinilegur munur á að mótmæla einhverju sem hefur bein áhrif á rekstur þíns fyrirtækis eða að mótmæla því að þú getir ekki stundað þitt hobby eins mikið og þú kannski vilt.

 

Vörubílstjórar hafa að mínu viti allan rétt til að mótmæla.  Ég er að vísu ekki eins viss hversu lengi þeir eiga að halda áfram.  Þeir eru búnir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og mér finnst það vera spurning hvort þeir ættu ekki að taka sér smá pásu núna og reyna frekar að knýja á að vinnunni sé flýtt.  Hr. Möller segjir að það sé verið að vinna í því að fá reglum um hvíldartíma breytt.  Það er gott og vel.  Auðvitað tekur það einhvern tíma en það má örugglega stytta hann eitthvað með einbeittum vinnubrögðum.  Þarna kemur eitthvað sem heita samningar að góðum notum held ég.  Vörubílstjórar hætta mótmælum gegn því að vinnunni sé hraðað eins mikið og unnt er.  Einhverstaðar heyrði ég um daginn að það ætti að vera hægt að breyta þessu upp í ráðuneyti með einu pennastriki eins og gert var með loðnukvótann núna á nýlokinni vertíð (ef vertíð skyldi kalla).  Ég held að það sé bull.  Loðnudæmið þurfti ekki að fara í gegnum nefnir og ráð í skriffinskubákninu í hinu háa Brussel.  Hvíldartímabreytingin mun alltaf taka lengri tíma og það verða menn að skilja.  En ég er alls ekkert viss um að "handrukkunaraðferðin" virki á Brussel.  Þannig að verum núna góðir strákar og lofum mönnunum að vinna í friði.  Þó ekki væri nema í smá tíma.

 

Annars er það umhugsunarefni afhverju það er að ef að það koma drög af einhverjum reglum í Brussel þá eru þau komin í lög hér daginn eftir ...  En það er efni í annann pistil. 

 

Fleira er ekki í fréttum

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband