20.11.2008 | 10:42
Ný og gömul smuga
Sú var tíðin í gamla daga að til var svæði á hafinu stóra sem hét því virðulega nafni "Smugan". Þetta svæði er auðvitað ennþá til en þangað nennr ekki nokkur maður að fara lengur. Kannski vegna þess að það er enginn fiskur þar. Núna er það síldarsmugan sem virkar ... Svona stundum.
Í smugunni máttu menn gera það sem þeim sýndist, eða það héldu menn í það minnsta og fóru eftir því í hvívetna. Kannski það sé dautt svæði núna einmitt út af því ??
Vona nú að þessi nýja smuga verði vænni og langlífari en sú fyrrnefnda. Sýnist á stuttri yfirferð að þarna séu ágætis pennar á ferðinni, en auðvitað er ekki komin nein reynsla á þetta ennþá. Vonum hið besta, ekki vanþörf á þar sem það eru ekki svo margir eigendur af fjölmiðlum í dag.
En það er eitt sem stakk mig svolítið í augum þegar ég opnaði þessa síðu. Er þetta ekki "alveg" sama útlit og á Eyjunni? Held í það minnsta að útlitið sé nokkuð mikið stolið. En það má auðvitað vel vera að því hafi verið stolið með góðfúslegu leyfi án þess að ég viti það.
Góðar stundir, kveðjur af hafinu stóra.
smugan.is hefur göngu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 05:28
Meirihluti styður óvissu ...
Svolítiðmerkilegar þessar niðurstöður að rétt rúmlega helmingur vilji labba beint inn í EU ... En kannski góðar fréttir fyrir stjórnvöld þar sem þá þarf líklegast ekki að spreða krónu í að semja ... Göngum bara inn á morgun ekki málið !!
Svo eru 63% sem segja ... Jú EU gæti verið allt í lagi en ég vil fá að sjá hvað þeir bjóða fína samninga. Flott mál og ég get alveg stutt það þótt ég haldi að það sé alls ekkert víst að ég kjósi aðild að þessu fyrirbæri. Þó svo að það þýði að í stað þess að taka upp allar reglugerðir skilyrðistlaust í gegnum EES þá ... tökum við upp allar reglugerðir nokkurnvegin skilyrðislaust í gegnum EU þar sem ég er ekkert viss um að reglugerðarbatterýið hlusti mikið á smáþjóðir með kjaft. (Allavega í íslenskum fjölmiðlum) En var þessi tala ekki í 70-80% bara um daginn ? Þýðir þetta ekki að Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að samþyggja vinsældartillöguna um að taka upp aðils á næsta flokksþingi?? Og þá Framsókn líka.
Það væri samt gaman að sjá listana fyrir næstu kosningar ef báðir flokkar samþyggja og klofnast í framhaldinu.
Samfylking, Íslandshreyfing, Vinstri hægri, Sturlaði flokkurinn, Sjálfstæði EU, Sjálfstæði ÍS, Framsókn EU (með 2 þingmenn) og Framsókn ÍS.
Þá verða Samfylking og Vinstri græn í stjórn ... Og séum við í smá vandræðum núna þá verðum við virkilega "fucked" þá.
Góðar stundir. Ekki veitir af núna þegar tækifæri gefst til.
Meirihluti styður ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 13:33
Skrípanafnanefnd
Enn og aftur eru komin ný og sniðug nöfn sem hægt er að nota til að lífga upp á tilveruna ... Enda varla gaman ef allir hétu Jón og Gunna. Sérstaklega ef ALLIR hétu einmitt "Jón og Gunna" ... algerlega óháð kyni.
En nafnið Júní ... Myndi það nafn ef það yrði nú notað, nafn á gaur eða gellu?
Gæti t.d. einhver gaur í komandi framtíð borið nafnið Ágúst Nóvember Júní ?? Gæti verið skondið ef viðkomandi ætti afmæli í Janúar t.d.
En svo hef ég oft verið að spá í því ... Þessi nöfn sem eru samþykkt (og hin auðvitað líka) er þetta alvöru fólk út í bæ sem langar til að skíra krakkagemlingana sína þetta eru eru nefndarmenn á svona svakalega góðum hugmyndalyfjum og finna þetta upp með sjálfum sér og þræta svo um þetta um helgar. Er það t.d. tilviljun að frétt um þetta málefni byrtist á Sunnudegi? Var þá fundurinn ekki í gær? Og kannski seinnipartinn og eitthvað fram á kvöld ??
Þegar stórt er spurt ....
Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 06:38
Geir to the rescue ... Eða er það ekki annars ?
Þá er kominn á sjónarsviðið björgunarpakki ríkisstjórnarinnar. Sýnist við fyrstu sýn að þetta þýði fyrir einhverjar fjölskyldur að í stað þess að verða algerlega 100% gersamlega gjaldþrota ... þá verða þær bara gjaldþrota !!
Ætla samt ekki að halda því fram að þetta sé allt handónýtt en ég er ekki viss um að þetta sé nóg. En afhverju var byrjað á þessum enda? Afhverju er ekki byrjað á því að tryggja fólkinu vinnu? Það skiptir voða litlu máli þegar fólk er að reka bíl, hús, krakka og ég veit ekki hvað hvort það fái 10% afslátt á einhverjum lánum (í bili) þegar það er atvinnulaust.
Svo þegar Master Geir segjir að kreppan sé búin þá þarf fólkið að borga þennann afslátt til baka án þess að fá lengingu lána. Allt í góðu og örugglega sjálfsagt að borga þetta. En að borga bara helmingin af hvítunni úr augunum núna og restina seinna ... Er ekki viss. Ég hefði viljað sjá hærri tölur samfara lengingu lána. Einnig hefði ég viljað sjá í staðin fyrir 10% afslátt af síhækkandi verðbólgu einhverja fasta tölu. Ef þú ert með verðtryggt lán og borgaðir í 5% verðbólgu 1oo.ooo kall þá borgar þú bara 1oo.ooo kall út kreppuna. (Svona eitthvað dæmi út í loftið). Auðvitað "kostar" þetta meira fyrir ríkið (mig) en þetta myndi að mínu mati í alvörunni hjálpa fólki.
Bílarnir ... Smávegis hækkun á endurgreiðslu gjalda ef þú selur bílinn þinn úr landi ... OK flott mál ... nema hvað eigandinn af bílnum fá peninginn. Rétt upp hendi sem á bílinn sem hann ekur um á ... Það verður greinilega góður hagnaður hjá Lýsingu, SP og þessum öllum fyrirtækjum á næsta ári.
Barnabætur mánaðarlega í stað 3ja ... Gæti hjálpað en engin töfralausn.
Svo á að spara einhverjar krónur með því að fá ekki Bretana til að "verja" okkur hryðjuverkamennina ... Skrítið.
Í öðrum fréttum ... Sjálfstæðið ætlað að skoða Evrópu. Margir hissa á því að þegar 70% þjóðarinnar "vill" ganga inn í þetta þá ætla þeir að stofna nefnd. Setti þetta í gæsalappir þar sem ég tek ekki mark á þessari skoðanakönnun frekar en mörgum öðrum. Helgast kannski út af gamalli "skoðanakönnun" þegar 11,7% aðspurðra höfðu heyrt nafn á einhverju landsvæði sem stóð til að virkja (þ.e.a.s. heyrt um það áður en "allir" voru að tala um það, 5,78% aðspurðra vissu nokkurnvegin hvar þetta landsvæði væri á skerinu, en samt voru 69,67% alveg handviss um að það væri glapræði að smíða virkjun þar.
Það gæti orðið fróðlegt að sjá hvað gerist í mótmælum dagsins. Vona að Hörður Torfa og félagar nái að halda sín mótmæli í friði þar sem það er í sjálfu sér bara skemmtileg samkoma. Ekki skilja þetta bókstaflega samt ... Fátt skemmtilegt við þessa tíma. Grunar einhvernvegin að það verði einhver skrílslæti eins og síðast, en er að vona að þeir einstaklingar fari ekki að skemma fyrir "góðu" mótmælunum.
Svo að lokum ein spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér við lestur bloggsíðna undanfarið ... Hver er þessi Björgúlfur sem allir eru að tala um?? Er farinn að halda að ég sé svona vitlaus að vita það ekki.
Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 07:09
Fatlaður fótbolti
Alltaf er það sama vælið í öllum þessum köppum .... Lady Alex, Wanker, Benites, Moning ho þegar hann var í bretaveldi.
Alltaf er það dómaranum, leikjafyrikomulaginu, verðinu á osti út úr búð o.s.v. að kenna að þeir vinni ekki hvern einasta leik.
Var það ekki í fyrra sem Chelsea átti alltaf útileik eftir meistaradeildina ... þar áður örugglega einhvert annað lið. Annars má vel vera að leikjaröðunin sé "fötluð" ... (Á réttilega að vera orðað þannig að hin félögin hafi forskot eins og réttilega var bent á í einhverju blogginu). Annars á ég virkilega erfitt með að vorkenna mönnum sem þiggja milljónir ofan á milljónir fyrir að leika sér í fótbolta.
Ferguson ósáttur við leikjaniðurröðunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2008 | 16:56
Íslensk mótmæli, sóun á Húsavíkurjógúrt ?
Gat ekki betur séð en að þetta hafi verið Húsavíkurjógúrt sem lá á stéttinni. Gæti þó verið að mér hafi missýnst. Væri ekki mikið frekar að borða hana og grýta frekar einhverju frá MS þar sem það smakkast verr ???
Annars er nokkuð gaman að fylgjast með þessu öllu úr fjarska. Skil samt ekki hvað verið er að ráðast á blessuðu lögregluna, varla á hún einhverja sök í þessu máli. Nema þá að hún sé svona hrikalega ósvífin að vilja ekki að menn séu að maka út alþingiskofann ... Eða kannski mata út ...
Svo er bara að bíða og sjá hvort þetta skili einhverjum árangri, annað en hagnaði hjá eggjabændum. Eitthvað segjir mér að þetta verði þaggað niður rétt eins og sturluðu mótmælin hjá trukkabílstjórunum ... Þótti nú ólýklegt annað á sínum tíma en að það skilaði einhverjum árangri, en raunin er heldur betri önnur. Kannski þetta skili einverju, hver veit.
Kveðja úr sveitinni.
Geir Jón: Lítið má út af bregða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 18:36
Alveg hreint magnaðir pólverjar
Mikið andskoti eru þessir Pólverjar laumulegir með fjárhagsaðstoðina sína. Kl 12 að staðartíma vissi Geir ekki einu sinni af láninu. Kannski hann hlusti ekki né lesi erlenda fjölmiðla og vissi þess vegna ekkert hvað væri að gerast á Íslandi .... Trúi því sem trúa vill. Held að þða sé algerlega óhætt að segja að ég geri það alls ekki. Trúi varla orði sem þessi maður lætur út úr sér þessa dagana.
En til hamingju Pólland með að vera til ....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 08:30
Nýjir tímar, svartir tímar
Fyrst Hamilton, nú Obama ... Hvað næst ??
Studdi að vísu báða til sigurs þannig að ekki kvarta ég yfir þessum úrslitum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2008 | 22:17
Heldur meiri munur samkvæmt SKY að mér sýnist
Sýnist á fréttum SKY núna í kvöld að munurinn sé meira nær 8% en 7%. Sem er auðvitað hið besta mál að mínu mati. Held að Osama bin Laden .... Meina Obama og Biden sé mun betra par (Ekki kærustupar þó) en næstum dauður karl og einhver stúlkukind sem ég veit ekki laveg hvað ég á ða halda um.
Annars er það helst í fréttum að amma Obama hafi látist úr krabbameini nú í kvöld. Votta ég fjölskyldu hans mína samúð.
Baráttukveðjur af skerinu, áfram Obama !!
Obama með forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 15:57
Sjónvarpsfréttum ekki sjónvarpað
Það má vel vera að ég sé að misskilja þetta eitthvað allhrikalega ... En er ekki vaninn að sjónvarpa sjónvarpsfréttum? Minnir nú að þegar ég hef hlustað á fréttirnar á Bylgjunni þá er alltaf talað um fréttastofu S2 OG Bylgjunar en ekki bara S2.
Annars næ ég ekki S2 út á sjónum þannig að ég horfi voðalega sjaldan á þetta þannig að mér er í sjálfu sér alveg sama. Fannst þetta bara eitthvað asnalega orðað.
Hádegisfréttir Stöðvar tvö ekki lengur í sjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)