Skrípanafnanefnd

Enn og aftur eru komin ný og sniðug nöfn sem hægt er að nota til að lífga upp á tilveruna ...  Enda varla gaman ef allir hétu Jón og Gunna.  Sérstaklega ef ALLIR hétu einmitt "Jón og Gunna" ... algerlega óháð kyni.

 En nafnið Júní ...  Myndi það nafn ef það yrði nú notað, nafn á gaur eða gellu?

Gæti t.d. einhver gaur í komandi framtíð borið nafnið Ágúst Nóvember Júní ?? Gæti verið skondið ef viðkomandi ætti afmæli í Janúar t.d.

En svo hef ég oft verið að spá í því ...  Þessi nöfn sem eru samþykkt (og hin auðvitað líka) er þetta alvöru fólk út í bæ sem langar til að skíra krakkagemlingana sína þetta eru eru nefndarmenn á svona svakalega góðum hugmyndalyfjum og finna þetta upp með sjálfum sér og þræta svo um þetta um helgar.  Er það t.d. tilviljun að frétt um þetta málefni byrtist á Sunnudegi?  Var þá fundurinn ekki í gær?  Og kannski seinnipartinn og eitthvað fram á kvöld ??

 Þegar stórt er spurt ....

 

 


mbl.is Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband