10.9.2009 | 01:25
Er þetta ekki alveg dæmigert
Hvernig er ekki hægt að vita af fjárfestingaraðilum sem segjast ætla koma með að minnsta kosti 126 milljarða króna ?? Takið eftir því ... að minnsta kosti.
Fannst nóg um þegar lífeyrissjóðurinn minn (spurning hvað hann verður það lengi) GLEYMDI að gera 4. milljarða kröfu á Straum. Greinilega allt of mikið að gera í laxveiðiferðum á þeim bænum.
En þegar fjármálaráðherra veit ekki af svona kostum þá held ég að það sé best að hann fari að leita sér að annari vinnu. Nema hann treysti á það að allir verði búnir að gleyma þessu fyrir næstu kosningar.
Annars er það umhugsunarefni hvað fyrrverandi ráðherra og ráðuneytisstjóri voru að gera með tilboðið niðri á bryggju fyrst það féll kannski í sjóinn. Héldu þeir kannski að Japanarnir ætluðu að fjárfesta í hvalkjöti?
![]() |
Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.