28.6.2008 | 23:36
Jamm og jæja
Þá er þetta helvíti búið ... Er þá ekki hægt að snúa sér að einhverju gáfulegu ... eins og að éta mold kannski.
Ætli það hafi einhverntíman verið reiknað út af einhverju fræðikarli í hinni stóru Reykjavík hvað íslenzku álverin séu búin að "spara" mörg tonn af meintum gróðurhúsalofttegundum miðað við að smíða álið í kolakyntum fabrikkum út í hinum stóra heimi ?
Gott og vel með að venda landið. Í prinsippinu er það auðvitað hið besta mál og mikið meira en það. En það eru alltaf í þessu þjóðfélagi öfgar í allar áttir og öfgar eru aldrei nytsamlegar í neitt nema þá kannski hræðsluáróður, hversu nytsamlegt og gáfulegt það nú er. Það þarf að finna einhver svæði sem má nýta til orkuöflunar. Það má vel vera að kalda vatnið (lesist vatnfallsvirkjanir) sé að verða búið en þá verður bara að fara yfir í heita vatnið nú eða salta vatnið. Myndi setja vindaflið ef ég vissi um eitthvað nógu mikið rokrassgat.
En ... Hættum að ofvendra allt og alla og gerum einhverja vitræna áætlun hvað má og hvað má ekki.
Hættum svo að fylla alla fréttatíma af krepputali og tölum frekar um fjáraustur í bjarnaveiðum ríku mannanna og gaul í tónlistarmönnum sem gefa ekkert frá sér (Bíddu var kannski búið að því ?)... og eru meira að segja orðnir "vinir" sameinuðu þjóðanna ... Ég segji nú bara vá!!! Hvað er að?
Kveðja af hafinu stóra, Valur
Óður til náttúrunnar í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ójá. Lesið grein mína um umhverfisráðherru
NJÖRÐUR (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:55
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 06:46
"Það þarf að finna einhver svæði sem má nýta til orkuöflunar". Afhverju þarf það? Vantar okkur íslendinga orku á þessari stundu? Alger óþarfi að eyðileggja landið til að útlensk álfyrirtæki geti grætt peninga.
Kristján (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:40
Það vantar ekki orku hérna á Íslandi akkúrat í dag að ég held. Og ég er nú alveg sammála þér í að það á ekki að eyðileggja landið til að útlendingar græði. En með allri umræðu um einhver netþjónabú, vetnisframleiðslu, olíuvinnslu, álþynnuverksmiðju og ég veit ekki hvað hefur ekki verið nefnt, þá álít ég að í framtíðinni þurfi meiri orku. Nema menn hendi álverunum út í buskann og setji hitt í staðinn. Er reyndar ekki að sjá það. Þess vegna þarf að finna einhver svæði og þá vita menn af þeim þegar þar að kemur. Er ekkert að tala um að byrja að virkja á morgun, en það er í góðu lagi að vera tilbúinn með einhverja áætlun.
Valur Hafsteinsson, 29.6.2008 kl. 17:08
Njörður. Áttu nokkuð link á greinina þína ? Svo latir menn eins og ég þurfi ekki að leita .
Valur Hafsteinsson, 29.6.2008 kl. 17:09
Já en málið er að það er búið að eyðileggja svo mikið af hálendinu til að nota í orku fyrir álfyrirtækin og sú orka er bundin þar allavega næstu 50-100 árin og eftir þann tíma er sú virkjun hvort sem er orðin ónothæf.
Þannig að ef við íslendingar myndum vilja nota orkuna fyrir okkur t.d með því að nota orkuna í rafmagn fyrir bíla til að verða ekki eins mikið háðir olíunni, þá er núna orðið lítið um valmöguleika, nema eyðileggja bara ennþá meira af landinu. Málið er einfaldlega að Landsvirkjun mun ekki hætta fyrr en hver einasta spræna og jökulá á íslandi er orðinn virkjuð.
Ég er ekki á móti ferskvatnsvirkjunum fyrir okkur íslendinga þar sem þær hafa minni röskun á landinu í för með sér en ég er á móti jökulsárvirkjunum fyrir útlensk álfyrirtæki sem eyðileggja landið fyrir takmarkaðan gróða. Eftir 50 til 100 ár þegar Kárahnjúkavirkjun verður ónothæf vegna þess að lónið er búið að fyllast af aur, hvað þá? Á bara að taka næsta landsvæði og skilja eyðimörkina sem verður þarna eftir? Ég get sagt þér að næstu kynslóðir munu bölva okkur fyrir hugsunarleysið þegar landið okkar er orðið ein stór álverksmiðja og hálendið er farið.
Kristján (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:08
Ég get nú ekki lagt neitt avörugefið mat á hversu mikið sé búið að eyðileggja landið nú þegar. Ef og þegar Hálslón fyllist af leir og drullu, hvenær sem það nú verður, þá held ég að ég geti verið 100% sammála þér í því að það landsvæði sé "ónýtt". En það eru fleiri virkjunarmöguleikar en bara vatnsfallsvirkjanir. Við Íslendingar höfum enn mikla möguleika á jarðvarmavirkjunum og mig grunar að þær eigi eftir að spila meiri rullu í framtíðinni. Án þess þó að ég hafi einhverjar staðreyndir til að byggja á.
En svo er það eitt. Hvenær er verið að eyðileggja landið og hvenær ekki ? Get tekið 2 dæmi af nýlegum virkjunum. Ég fór upp á Kárahnjúka þegar Seifing Æsland dæmið stóð sem hæðst, bara svona til að sjá þetta fíaskó alltsaman. Þetta var á miðju byggingarferli og ég get ekki sagt að svæðið hafi litið svo illa út. Auðvitað var kominn heljarinnar malarhaugur í miðjann árfarveginn en það var ekkert sem kom á óvart.
Svo er það Hellisheiðarvirkjun. Endalaust mikið af stálrörum ofanjarðar. Svæðið skánaði heldur þegar búið var að klína einhverri grænni málingu á þau, en engu að síður þá fannst mér og finnst enn Hellisheiðarvirkjun vera meira lýti á landinu en Kárahnjúkar á miðju byggingarferli. Á síðan eftir að fara aftur og skoða Kárahnjúka nú þegar hún fer að verða fullbyggð.
Það má síðan vel vera að það sé komið nóg af vatnsfallsvirkjunum. Ég er ekki maður til að dæma um það og því geri ég ekki hina minnstu tilraun til þess. En meðan það eru til fleiri virkjunarmöguleikar þá tel ég að það þurfi ekkert að vera mála skrattann svona á vegginn eins og mér finnst hæstvirtur Kristján vera að gera.
Þegar landið verður orðið ein stór álverksmiðja ... Hvað eru það mörg álver og hvar ætlaru að fá orku í það ? Það eru í umræðunni 2 ný álver og einhverjar stækkanir á hinum sem fyrir eru. Ekkert búið að negla niður í þeim efnum. Gætu allt eins orðið ekki neitt þessvegna (Hef litla trú á því að vísu). Og afhverju talaru bara um álver? Það er svo miklu meira í skoðun sem hægt er að nota orkuna okkar í. Þó svo að í prinsippinu séð þá er ég hlynntur því að framleiða allt ál (og hvað sem er reyndar) úr hreinni orku (vatn, gufa, vindur og sjávarföll) en það þarf ekki að planta öllum verksmiðjunum hér á skerið. Ég væri miklu frekar til í að fá eitthvað af hinum verksmiðjunum sem ég nefndi í upphafspóstinum, þó ekki væri nema til að fá einhverja fjölbreytni.
Læt þetta duga í bili, kveðja af hafinu stóra.
Valur Hafsteinsson, 30.6.2008 kl. 17:23
"....sú orka er bundin þar allavega næstu 50-100 árin"
Mér finnst það nú lágmarkskrafa að fólk kynni sér staðreyndir áður en það bullar eitthvað út í loftið
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 17:31
"Mér finnst það nú lágmarkskrafa að fólk kynni sér staðreyndir áður en það bullar eitthvað út í loftið "
Ertu að segja mér að Landsvirkjun muni bara segja við Alcan einhvern tímann "Ok þið fáið ekki meiri orku frá okkur, farið bara heim"?
Kristján (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:40
"Ég get nú ekki lagt neitt avörugefið mat á hversu mikið sé búið að eyðileggja landið nú þegar. Ef og þegar Hálslón fyllist af leir og drullu, hvenær sem það nú verður, þá held ég að ég geti verið 100% sammála þér í því að það landsvæði sé "ónýtt".
Einmitt, það sem tók jörðina 10.000 ár að byggja upp er gert að drullueyðimörk á nokkrum árum. Takk fyrir.
"En svo er það eitt. Hvenær er verið að eyðileggja landið og hvenær ekki ? Get tekið 2 dæmi af nýlegum virkjunum. Ég fór upp á Kárahnjúka þegar Seifing Æsland dæmið stóð sem hæðst, bara svona til að sjá þetta fíaskó alltsaman. Þetta var á miðju byggingarferli og ég get ekki sagt að svæðið hafi litið svo illa út. Auðvitað var kominn heljarinnar malarhaugur í miðjann árfarveginn en það var ekkert sem kom á óvart. "
Þér hefur ekki dottið í hug að þetta snýst ekki bara um virkjunina sjálfa? Lónið fer yfir mjög stórt gróið svæði og það sem almenningur eins og þú virðist ekki fatta eru árnar og dalirnir í kringum svæðið lengra í burtu. Þar er búið að taka allar ár í burtu í göng og eftir liggja tómir skorningar þar sem áður voru fagrir fossar. Ég get sagt þér að sumir fossarnir þarna voru mjög flottir, jöfnuðust að mínu mati alveg á við Gullfoss að mikilfengleika, og ég er ekki að ýkja neitt með það.
"Það má síðan vel vera að það sé komið nóg af vatnsfallsvirkjunum. Ég er ekki maður til að dæma um það og því geri ég ekki hina minnstu tilraun til þess. En meðan það eru til fleiri virkjunarmöguleikar þá tel ég að það þurfi ekkert að vera mála skrattann svona á vegginn eins og mér finnst hæstvirtur Kristján vera að gera."
Þú veist að Landsvirkjun er búinn að vera með hugmyndir MJÖG lengi um að virkja hverja einustu sprænu á íslandi, og þeir hætta ekkert fyrr en það er allt komið. Af hverju heldurðu að þeir hafi ráðist fyrst í svo mjög umdeilt verkenfi eins og Kárahnjúkavirkjun en ekki aðra virkjunarkosti? Því þeir vissu að þetta væri umdeildasti virkjunarkosturinn og því væri sem best að hraða því eins fljótt og hægt er áður en almenningur myndi vakna upp við vondan draum. Þeir eru ekkert vitlausir þarna hjá LV, þeir eru með plön marga áratugi fram í tímann um að virkja allt sem hægt er, þetta er bara byrjunin. Ég er ekki mála skrattann á vegginn svona eru bara hlutirnir í dag. Ef allir hugsuðu eins og þú þá væri búið að virkja Gullfoss og Geysi nú þegar.
"Þegar landið verður orðið ein stór álverksmiðja ... Hvað eru það mörg álver og hvar ætlaru að fá orku í það ? Það eru í umræðunni 2 ný álver og einhverjar stækkanir á hinum sem fyrir eru."
Ég er að tala um næstu áratugina, heldurðu virkilega að það verði bara gerð 2 ný álver og svo bara hætt? Ónei þetta er bara rétt að byrja hjá LV. Þeir eru bara nógu snjallir að vera ekki að flagga öllum áformunum strax í sauðsvartan almúgann.
Málið er að ef þú ætlar að nota alla orku sem er hægt að fá á íslandi í iðnað, þá þýðir það að þú eyðileggur allt hálendi íslands, það er bara svo einfalt.
Ég verð mjög dapur við heyra viðhorf eins og eru hjá þér, virkja allt og eyðileggja allt til að græða peninga. Lífið snýst um aðeins meira heldur en peninga.
Kristján (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:47
Kristján, samningar um orkusölu er aldrei til 50-100 ára heldur frekar 20-40 ára. Eftir það getur LV ákveðið hvort arðbært sé að endurnýja samninginn eða ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2008 kl. 12:42
Kristján. Einhvernveginn finnst mér á skrifum þínum að þú haldir að ég vilji leggja hvern fermeter á landinu undir virkjanir og iðnað. Það er alls ekki rétt. Við virðumst vera sammála um að Hálslón geti orðið alvarlegt líti á landinu og ég tel að okkur báðum þykji það mjög slæmt mál.
Ég sá þessa fossa alla þegar ég fór uppeftir á byggingartímanum og veit því nokkuð vel hvað fer undir vatn og hvað ekki. Og það er alveg rétt hjá þér að það hurfu mjög flottir fossar. Ég á að vísu eftir að fara uppeftir núna eftir að lónið er fullt til að sjá nákvæmlega hvað hefur horfið.
Ég þykist vita um vilja LV til að virkja allann andskotann. Ég hins verar neita að trúa að þeir muni fá leyfi til að gera það. Þeir eru vafalaust klókir menn. Þekki þá að vísu ekki sjálfur en ég leyfi mér að trúa því.
Svo segiru: "Ef allir hugsuðu eins og þú þá væri búið að virkja Gullfoss og Geysi nú þegar." Alrangt !! Ég hef aldrei sagt að það ætti að virkja allt og alla. Og þar sem þú virðist vera að misskilja mig allsvakalega þarna þá er best að árétta það.
Ef allir hugsuðu eins og ég þá hefði Kárahnjúkavirkjun ALDREI verið byggð. Hún hefði ekki einu sinni verið teiknuð.
Ég veit nú ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En í álversmálum þá veit ég um VILJA til að byggja álveg í Helguvík og á Bakka. Ég veit EKKI hvort þau verða byggð. Ég veit um VILJA til að stækka álverið í Straumsvík og að ég held á Grundartanga. Ég veit EKKI hvort það verði gert. Annað hefur ekki verið í umræðunni svo ég viti og því tómt mál að tala um eitthvað sem gæti kannski gerst eftir X mörg ár.
"Málið er að ef þú ætlar að nota alla orku sem er hægt að fá á íslandi í iðnað, þá þýðir það að þú eyðileggur allt hálendi íslands, það er bara svo einfalt." ... Hver er að tala um það elsku kúturinn minn ? Og afhverju ertu að mér sýnist pikkfastur í vatnsfallavirkjunum? Hvað með gufuna? Mannvirkin eru að vísu að mínu mati lýti á landslaginu en ég get aldrei sagt að þau eyðileggji hálendið.
Ég er alls ekki og verð aldrei (held ég) talsmaður þess að virkja allt og eyðileggja allt. Það eina sem ég hef sagt eða gefið í skyn er að mér findist gáfulegt að byggja upp smá iðnað annað en álver. Hef nefnt í því sambandi gagnabanka og álþéttaverksmiðju sem er fyrirhuguð á Akureyri. (Kallaði þetta víst álþynnuverksmiðju fyrst en held að það sé rangt hjá mér).
Og ef að þetta yrði nú að veruleika þá þarf meiri orku. Málið er þetta einfalt. Þessvegna var ég hálfpartinn að byðja um áætlun um hvað (og um leið hvar) væri æskilegt að virkja. Ég sjálfur veit ekki um neina sprænu hér á landi sem vænlegt væri að virkja. En það getur vel verið og ég tel það mjög trúlegt að einhver annar hafi vitneskju um það
Gullfoss og Geysir og Dettifoss og Goðafoss eru EKKI vænlegir virkjunarkostir. Þó svo að það mætti alveg fá einhver hundruð megawött út úr því . Ef að það verður af einhverjum iðnaði þá er það mitt mat sem leikmaður að gufuaflið væri gáfulegasta leiðin. En hvar sú virkjun ætti að vera ... Ég hef engan grun um það. Ekki í dag í það minnsta.
Læt þetta duga í bili. Valur.
Valur Hafsteinsson, 1.7.2008 kl. 17:58
Kristján, samningar um orkusölu er aldrei til 50-100 ára heldur frekar 20-40 ára. Eftir það getur LV ákveðið hvort arðbært sé að endurnýja samninginn eða ekki.
Ok sem sagt þau bæjarfélög sem er búið "að bjarga" með álveri fara þá til fjandans eftir 20 ár?
Manstu hvað gerðist í USA fyrir bæji sem byggðu allt sitt í kringum bílaverksmiðjur, svo fór verksmiðjan annað og bæjirnir lögðust í eyði, svoleiðis gerist þegar bæjarfélög leggja allt sitt á eina sk(ál).
Ég sé þetta svo sem ekki gerast því þegar Alcoa verður búin að hlaða niður nokkrum fleiri álverum, þá geta þeir notað þau sem kúgunartól, "Gerið eins og við segjum eða við förum annað", því þeir eru nú þekktir fyrir misnotkun og mútur.
Kristján (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:48
Ég sá þessa fossa alla þegar ég fór uppeftir á byggingartímanum og veit því nokkuð vel hvað fer undir vatn og hvað ekki. Og það er alveg rétt hjá þér að það hurfu mjög flottir fossar. Ég á að vísu eftir að fara uppeftir núna eftir að lónið er fullt til að sjá nákvæmlega hvað hefur horfið.
Ég er ekki bara að tala um Jökulsá á Dal, þessir fossar sem ég er að tala um voru ekki aðgengilegir frá neinum vegi, t.d Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá.
Ég þykist vita um vilja LV til að virkja allann andskotann. Ég hins verar neita að trúa að þeir muni fá leyfi til að gera það. Þeir eru vafalaust klókir menn. Þekki þá að vísu ekki sjálfur en ég leyfi mér að trúa því.
Ég get sagt þér að þeir eru með ríkisstjórnina í vasanum, þeir munu fá allt sem þeir vilja. Ég hélt líka í einfeldni minni að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei vera gerð.
Ég veit nú ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En í álversmálum þá veit ég um VILJA til að byggja álveg í Helguvík og á Bakka. Ég veit EKKI hvort þau verða byggð. Ég veit um VILJA til að stækka álverið í Straumsvík og að ég held á Grundartanga. Ég veit EKKI hvort það verði gert. Annað hefur ekki verið í umræðunni svo ég viti og því tómt mál að tala um eitthvað sem gæti kannski gerst eftir X mörg ár.
Að sjálfsögðu verða þau byggð, vaknaðu maður, hvenær hefur LV ekki fengið það sem þeir vilja að lokum? LV er með áratuga plön fram í tímann um virkjanir. Á meðan þeir hafa sjálfvirkt leyfi frá ríkistjórninni til að virkja þá halda þeir áfram og á meðan fólk heldur áfram að kjósa þessa sömu ráðamenn þá heldur þetta áfram. Hvað varð um "Fagra ísland" frá samfylkingunni? Einmitt það var bara plat.
Og afhverju ertu að mér sýnist pikkfastur í vatnsfallavirkjunum? Hvað með gufuna? Mannvirkin eru að vísu að mínu mati lýti á landslaginu en ég get aldrei sagt að þau eyðileggji hálendið.
Ég get ekki séð að gufuvirkjun verði nægjanleg, álvinnsla krefst svo gífurlegs rafmagns og jökulsárvirkjanir eru þær sem gefa mesta orku. Já málið með mannvirkin er að þau eru aldrei hugsuð með neina náttúruvernd í huga eins og annað hér á landi. T.d risastóru rafmagnsmöstrin frá Kárahnjúkum yfir í álverið liggur stystu og beinustu leið í gegnum allt sem fyrir verður án nokkurrar hugsunar. Það var ekki einu sinni inn í myndinni að leggja það hugsanlega í jörð.
Kristján (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:54
Veit að það liggur ekki vegur af öllum fossum sem eru/voru þarna uppfrá. Segji nú samt að ég hafi séð þá flesta í það minnsta. Ætla ekki að hengja mig upp á að ég hafi ekki misst af einhverjum.
Annarst sýnist mér að við séum sammála um allt sem þú hefur sagt ... Svona í meginatriðum. Sýnist að það eina sem er frábrugðið er að þú vilt mála framtíðan svartari litum en ég. Ekki það að ég ætli að rengja að sú gæti orðið raunin.
Verðum við bara ekki að taka okkur saman og kjósa nýja ríkisstjórn í næstu kosningum ? Veit að vísu ekki um neinn flokk af viti en það hlýtur einhver að gera bent mér á einn ;)
Valur Hafsteinsson, 2.7.2008 kl. 20:28
Eftir síðasta útspil Samfylkingarinnar þá held ég að það séu bara Vinstri grænir sem komi til greina ef maður hefur einhvern áhuga fyrir náttúruvernd. Þótt mér finnist Vinstri grænir stundum dálítið afturhaldslegir jafnvel fyrir minn smekk þá eru þeir eini flokkurinn sem hefur náttúruvernd á sinni stefnuskrá af alvöru. Ég veit allavega hvað ég mun kjósa í næstu kosningum.
Kristján (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:08
Grunaði að þú segðir annað hvort Vinstri nei eða Ómar. Verð því miður að segja það að ég er ekki viss um að það skili mikilli umhverfisnefnd að kjósa annann hvorn þessara. Þeir þurfa jú örugglega að vera í ríkisstjórn með Samfylkingu (eða var það Sundrungu) eða Sjálfstæðinu.
En það væri örugglega fróðlegt að sjá hversu frekur Steingrímur væri eftir kosningar ef þessi staða kæmi upp. Hef einhvernvegin grun um að hann gæti fengið vægt Össurartilfelli ... Eða bara Samfylkingartilfelli. Það hefur margoft sannað sig að stóllinn heillar ansi mikið og hann getur snúið alhörðustu mönnum.
Valur Hafsteinsson, 3.7.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.