Gætilegur akstur á glæfralegum vegum

Mikið er búið að vera að tala um tvöföldun Reykjanesbrautar.  Það mikið reyndar og í svo mörg ár að maður skyldi ætla að því verki ætti nú að vera lokið.  En þar sem ég verð að viðurkenna hafandi heyrt fréttir svona öðru hvoru, að ég veit að það er ekki alveg svo.

En gæti það verið að það séu einhverjir þarna úti sem viti þetta bara alls ekki ?  Ég sem vitiborin manneskja (reyni í það minnsta að halda því fram) reyni að halda mínum akstri eins og aðstæður bjóða upp á.  Í því fellst það að ef að ég er að aka vegi sem ég þekki ekki neitt, þá ek ég hægar og reyni að fylgjast betur með þeim hættum sem kunna að verða á vegi mínum.  Núna er ég ekki kunnugur Reykjanesbrautinni.  Sjálfsagt ekki ekið hana nema tvisvar eftir að byrjað var að breikka hana.  Ég hef því ekki vitað það fyrirfram hvar ég er á tvöföldum vegi og hvar á einföldum.  

 Ég fylgist því með merkjunum svo ég fari nú ekki að aka á móti umferð.  Ég veit hvenær það er hálka og hægji því á mér þegar hún blessunin er að flækjast fyrir mér.  Ég veit hvernig bíllinn minn hagar sér í slabbi eins og mér skilst að sé þónokkuð oft á brautinni og því hægji ég á mér við slíkar aðstæður.  Ég veit einnig hvað ég sé langt  og held því hraðanum þannig að ég geti haft í það minnsta raunhæfa möguleika að stöðva ef að eitthvað (fastur Jaris t.d.*) birtist allt í einu fyrir framan mig Og þannig mætti lengi halda áfram.

Nú ...  Það sem hér kemur á eftir eru auðvitað bara getgátur.  Ég hef nú ekki séð neinar handbærar niðurstöður sem sanna mál mitt, en ég vil halda því fram að það sé í það minnsta nógi mikið til í þessu þannig að óhætt sé að slengja þessu fram í sauðsvartann "pöpulinn".

Einhver missir stjórn á bílnum sínum í slabbi þannig að 6 eru fluttir á sjúkrahús ... Niðurstaða:  Ekið of hratt miðað við aðstæður.  (Hef nákvæmlega engar upplýsingar hvort hinn ökumaðurinn hefði getað gert eitthvað til að afstýra slysi, þannig að ég segji pass við því)

Ökumaður ekur beint framan á ökutæki venga þess að hann áttaði sig ekki á því að hann væri á tvístefnuvegi ...  Niðurstaða:  Ökumaður greinilega algerlega og bókstaflega úti að aka !  Ekkert fylgst með merkjum.

 Þessi tvö dæmi eru þau sem ég man eftir núna þar mér finnst ökulag viðkomandi ekki vera alveg við hæfi.  En svo að maður tali nú smá um allar þessar merkingar (eða var það skortur á þeim) ...  Það má alveg vel vera að brautin hafi ekki verið nógu vel merkt, ég get svosem voðalega lítið tjáð mig um það.  En ef að "allir" vita að mörkin milli einbreiða og tvíbreiða vega eru ekki alveg eins og best er á kosið ...  Afhverju í Allah bænum passa menn sig ekki og fylgjast með ??

Fleira er ekki í fréttum.

 

*Jaris er hér aðeins tekinn sem dæmi.  Þetta eru alveg ágætir bílar til síns brúks og komast alveg glettilega mikið í snjó með réttu aksturslagi.  Þetta er því bara saklaus djók og ekkert diss.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í gamla daga var kennt:  Þú mátt ekki aka hraðar en það, að þú getir stoppað á einum þriðja hluta þess vegar sem er auður og hindrunarlaus framundan.

ÓBJ (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband