Ég flautaði ekki.

Hef aldrei almennilega skilið svona mótmæli ...  Flautið til að mótmæla hávaða og annað slíktVerð að viðurkenna að ég veit nú ekki nákvæmlega hvar þessi blessaða brú er, en er einhver sem myndi heyra í mér ef ég lægi á flautunni eins og geðsjúkur?  Aðrir en samferðamenn mínir í umferðinni.  Annars held ég að það geti verið stórvarasamt að flauta að óþörfu á bílinn fyrir framan sig.  Gæti vel valdið algerlega óþarfa slysi ef viðkomandi hrekkur í kút.

Án þess að ég ætli að telja mig einhvern sérfræðing í mótmælum, þá hlýtur að vera hægt að finna einhverja hentugri leið.

Kær kveðja úr sveitinni.


mbl.is Ökumenn hvattir til að flauta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fengu fyrirsögn og frétt, og þig til að blogga um þetta. Tilganginum náð.

Lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Það er nú heldur betur mikið á sig lagt ...  bara til að fá mig til að blogga.

Væri gaman ef satt væri, en ég held að það sé ekki raunin.  Kannski því miður

En byltingin má vel lifa, en kannski ekki í hvaða formi sem er

Valur Hafsteinsson, 4.11.2008 kl. 03:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekkert endilega að meina helblóðuga byltingu, en samt eitthvað sem boðar breytingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband