Alröng frétt, part II

Ungur þýskur námsmaður fékk að kynnast af eigin raun gagnsemi reykinga.  Heinz Müller var staddur við heimili móður hans þar sem hann ætlaði að skutla henni á bingókvöld.  Var sú gamla eitthvað lengi á leiðinni út þannig að Heinz stökk út og kveikti sér í vindling.  Á meðan hann var að totta vindlinginn vildi ekki betur en svo að heljarinnar traktor með tengivagni og öllum græjum rann stjórnlaust á bílinn og endaði ofan á honum.  Heinz sagði í samtali við fréttamann að móðir hans hefði í mörg ár reynt að fá hann til að hætta að reykja en nú í dag væri aðeins annað hljóð í gömlu. "Ef að ég væri ekki reykingarmaður þá væri ég dauður", sagði Heinz.  Þess má geta að gamla konan fékk far með traktornum á bingókvöldið þar sem hún vann splunkunýjann BMW sem hún gaf syninum.

Hefði þessi frétt verið birt á mbl.is ef sönn væri ...  Held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband