Evans er greinilega (raf)magnaður leikmaður

Eða er Droplaugur kannski bara Droplaugur ...  Held að ég hallist að því síðarnefnda.  En þetta voru óneytanlega skemmtileg viðbrögð hjá karlinum
mbl.is Fékk Drogba rafstuð? (Myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja...  Allavega er þetta RAUTT spjald á Evans hvort sem Droplaugur sé að gera meir úr þessu eður ey.
Þetta er bara karatespark DAUÐANS :D

Jón Inagi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:16

2 identicon

Ég mundi segja rautt spjald á báða. Greinilega að Drogba ætlar sér einungis að keyra inní Evans þrátt fyrir að eiga engann séns í boltann. Típískur ruddaskapur sem hefur sést síðustu árin frá Chelsea. Evans kemur sér hjá því að vera keyrður niður af Drogba en notar til þess ólöglegar aðferðir svo hann á einnig skilið rautt. (spurning hvort hægt sé að skilgreina þetta sem sjálfsvörn hjá Evans?)

Björn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:24

3 identicon

Sparkið er algjörlega viljandi og sést mjög skýrt. Ætti að fá 5 leikja bann fyrir þetta.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:32

4 identicon

Þú ert nú meiri rugludallurinn Björn. Þetta eru bara fordómar og ekkert annað. Það er augljóst að þarna er ljótt brot sem dómarinn sér ekki og hefur ekkert að gera með þitt álit á spilamennsku Chelsea í gegnum tíðina. Ég ber mikla virðingu fyrir ManU og leik þeirra en Evans átti að fá rautt í þessum leik, fyrir þetta brot og fleiri atriði sem hann átti.

 Þú ert bara fúll yfir að hafa tapað leiknum og því lætur þú svona bull út úr þér.

Grétar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þetta brot kallar á rautt spjald það er augljóst en það er varla hægt annað en skilja dómarann, Drogba er mesti leikar sem stigið hefur á svið í ensku deildinni.

Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2009 kl. 13:40

6 identicon

Þú dæmir ekki á mann fyrir eitthvað sem að hann gerði í síðasta leik, ég man eftir þessu hjá Manu mönnum í fyrra þegar að Ronaldo var að fá ósanngjarna meðferð, hitt er annað mál að hann hefði ekki einu sinni komið við Evans ef að hann hefði ekki sett löppina til hliðar og í hann, en hann hefði hugsanlega náð boltanum... enda sáu menn hvað Evans gerði forðaði sér strax til að reyna að losna við rauða spjaldið.

Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:44

7 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Hef nú sem betur fer ekki fengið högg svona á bringuna eins og Droplaugur, en ég er þess fullviss um að þetta hafi verið Vont (með stóru vaffi).  Auk þess hef ég aldrei svo mig minni misst andann þannig að ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð, það er að maður virðist vera í rafstuði við að ná andanum.

Á meðan ég veit ekki þessa hluti út í gegn þá get ég aldrei samþykkt að Droplaugur hefði átt að fá rautt spjald fyrir þetta (hvað sem svo má segja fyrir margt annað).  Hefði skilið rautt á Evans en er ekkert 100% viss um að það hefði verið "rétt".  Hins vegar fengu ManU ekki víti sem þeir áttu að fá og auk þess var Droplaugur brotlegur í markinu hjá Terry, en ég flokka þetta bara á þann hátt að dómarinn sá þetta ekki nógu vel og þess vegna fór sem fór (sem ég reyndar græt alls ekki neitt)

Valur Hafsteinsson, 9.11.2009 kl. 15:42

8 identicon

Af hverju tala allir bara um eitt spark???  Þetta voru klárlega 2 spörk og það seinna var ansi öflugt líka. Hvað varðar rafstuðsviðbrögðin, þá er það nú bara þannig að menn bregðast misjafnlega við miklum sársauka. Ef menn t.d klemma á sér fingurinn eru sumir sem hrista hendina einsog vitleysingar meðan aðrir kreista hendina til að lina þrautirnar. Þannig að þetta var einfaldlega viðbrögð við sársauka. Drogba hefði alveg eins geta rúllað sér 6-7 hringi á vellinum æpandi af kvölum.

Þetta vöru semsagt 2 spörk frá Evans og hvort spark um sig verðskuldaði rautt spjald,svo einfalt er það.

Pís. 

Þráinn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:10

9 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Ég tala nú bara um þetta eina brot sem slíkt, ekkert sundurliðað þar.  En ég get nú ómögulega sett spark nr. 2 í þann flokk að vera ansi öflugt.  Án þess að ég ætli samt að fullyrða neitt of mikið þá held ég að stór og sterkir strákar eins og við Droplaugur hefðum ekki fundið svo mikið til út af því.

Kannski ég hafi ekki alveg rétt fyrir mér ...  það yrði þá held ég ekki í fyrsta sinn.

Valur Hafsteinsson, 9.11.2009 kl. 17:21

10 identicon

Á semsagt að dæma spörk eftir því hver fær þau??  Samsagt ef sterkur strákur einsog Drogba lendir í þessu þá á ekkert að dæma, en ef að viskustykkið hann Rooney fær sparkið þá er rautt??  Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

Og afhverju slapp sami maður með gult þegar hann sparkar mann niður aftanfrá þegar boltinn er úr leik???  Með öllu áskiljanlegt. 

PS.  Hvenær í leiknum átti ManU skilið að fá víti?  Fræddu mig á því Valur.

Pís.

Þráinn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:36

11 Smámynd: Valur Hafsteinsson

1. Held að þú sért eitthvað að misskilja mig hérna.  Það getur meira en vel verið að Evans hafi átt skilið að fá kort fyrir þetta brot, en ekki fyrir seinna sparkið eitt og sér.  Svo var ég bara að bera saman spörkin 2 ... og ég er algerlega viss um að seinna sparkið hafi ekki verið nándar nærri því eins vont og það fyrra.  Eins og ég sagði áðan þá er var ég ekki í byrjun að sundurliða brotið, þetta er bara 1 brot alveg óháð því hvað það er oft sparkað í manninn.

2. Veit það ekki heldur

3.  Þetta var  í fyrri hálfleik ...  Terry tosar einhvern niður, (verð að játa að ég man ekkert hvern), sést vel í endursýningu, en ég er hinsvegar nokkuð fullviss um að dómarinn hafi ekki séð það.  Þetta verður því að flokkast undir það sem sumir vilja kalla "part of the game".

Valur Hafsteinsson, 9.11.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband